Hlynur Örn Ómarsson ÍR sigrar keilukeppnina á RIG 2019

Facebook
Twitter

Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR sigraði RIG 2019 sem nú er lokið. Hlynur sigraði Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR í úrslitaviðureigninni með aðeins einum pinna 234 gegn 233 og réðust úrslitin í síðasta kasti Hlyns þegar hann náði 9 keilum og sigraði þar með keppnina með aðeins einum pinna. Í undanúrslitum mættu þeir Svíanum Mattias Möller sem leiddi forkeppnina og Jóni Inga Ragnarssyni úr Keilufélagi Reykjavíkur. Jón Ingi varð í 3. sæti en Möller hafnaði í því 4. Mattias gerði sér lítið fyrir og tók 7 – 10 glennuna í útsendingunni og má sjá það hér.

 
Efst kvenna varð Daria Pajak frá Pólandi en hún datt út í 8 manna úrslitum á móti Mattias Möller. Daria var ein þriggja atvinnu kvennkeilara sem tóku þátt á mótinu í ár. Efst íslenskra kvenna varð Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR en hún komst í 16. manna úrslitum en datt þar út fyrir Dananum Jesper Agerbo en Jesper, sem sigraði mótið í fyrra, mætti síðan Hlyni Erni í 8 manna úrslitum. Hlynur og Jesper áttust einnig við í fyrra í 4 manna úrslitum og hafði þá Jesper betur en nú var komið að Hlyni að fara alla leið.

Nýjustu fréttirnar