Í gær setti Matthías Leó Sigurðsson úr ÍA enn eitt Íslandsmet nú í 4 leikjum í 4. flokki pilta þegar hann spilaði 761 í Pepsí keilunni. Það er 190,25 í meðaltal. Matthías heldur áfram að raða inn metum en þann 12. janúar s.l. bætti hann metið í 3 leikjum.
