Arnar áfram í Ballmaster Open

Facebook
Twitter

Þessa dagana fer fram eitt stærsta og elsta mótið á Evróputúrnum í keilu en það er Brunswick Ballmaster Open sem fer fram í Helsinki í Finnlandi. Við Íslendingar eigum 2 þáttakendur þar í ár en það eru þeir Magnús Sigurjón Guðmundsson og Arnar Davíð Jónsson. Magnús komst því miður ekki áfram en forkeppninni var að ljúka en hann spilaði best 1273 og var um það bil 130 pinnum frá niðurskurðinum. Arnari gekk þó aðeins betur en hann endaði í 6.sæti eftir forkeppnina og fer beint áfram í úrslitaskref 2 en efstu 12 sleppa við úrslitaskref 1.

Arnar hóf seríuna nokkuð rólega en hann byrjaði á 195 áður en hann henti í 290 leik og eftir það var ekki aftur snúið! Arnar spilaði svo nokkuð stöðugt næstu 3 leiki en hann var með 248-246-247 og þurfti þá ekki nema 190 leik eða svo til að komast áfram. Hann gerði gott betur en það en hann spilaði 253 í seinasta leik og endaði með 1479 seríu sem er frábærlega gert hjá Arnari! 

 

Arnar hefur leik eins og fyrr kom fram í úrslitaskrefi 2 en það byrjar klukkan 9:30 í fyrramálið á finnskum tíma, sunnudaginn 13.janúar eða klukkan 7:30 á íslenskum tíma.

Nýjustu fréttirnar