Um nýliðna helgi kláraðist fyrsta Evróputúrsmótið á árinu 2019 en það fór fram í Bowl-o-Rama salnum í Stokkhólmi. Þar áttum við Íslendingar 4 keppendur en þeir Jón Ingi Ragnarsson, Arnar Davíð Jónsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson voru allir með að þessu sinni. Þar náðu þeir Arnar og Jón Ingi að fara áfram en Arnar endaði 12.sæti eftir forkeppnina en Jón Ingi endaði í 35.sæti. Magnús og Guðmundur komust því miður ekki áfram en það var hörkusamkeppni í mótinu en þáttakendur voru 396.
Arnar og Jón Ingi hófu leik í úrslitaskrefi 1 og fóru þar báðir áfram eftir mjög góðan lokaleik hjá báðum. En þeir lentu síðan báðir í vandræðum í úrslitaskrefi 2 og féllu að lokum úr leik þar. Arnar endaði 29 pinnum frá því að komast áfram í næsta skref en Jón Ingi var 50 pinnum frá því að komast áfram. Arnar endaði í 25.sæti og Jón Ingi í 28.sæti.
Fyrir þetta fengu þeir báðir 6000 sænskar krónur. Flott byrjun á árinu 2019 og vonandi er þetta fyrirheit fyrir næstu mót!
Næsta mót á evróputúrnum fer fram í Finnlandi en það er hið margfræga Ballmaster Open en Magnús Sigurjón og Arnar Davíð eru báðir meðal keppenda þar og munum við færa ykkur fréttir af því sem gerist þar.