Á annan dag jóla var hið árlega jólamót KFR haldið í Egilshöll. Tveir 300 leikir litu dagsins ljós í mótinu. Skúli Freyr Sigurðsson KFR náði sínum fyrsta 300 leik á ferlinum en leikurinn kom í 3 og síðasta leik mótsins hjá Skúla. Gústaf Smári Björnsson KFR byrjaði mótið með látum og spilaði sinn þriðja 300 leiká ferlinum og lagði þar með upp fyrir sigur sinn í stjórnuflokki mótsins með 736 seríu. Alls voru 4 keilarar sem fóru yfir 700 í mótinu og 10 aðrir náðu meir en 600 í leikjunum þremur. Úrslit urðu annars þessi:
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu