Gengið hefur verið frá samningi Keilusambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
„Það að fá svona styrk frá ÍSÍ er okkur ómetanlegt. Án hans værum við ekki að taka skref fram á við. Með þessum styrk getum við hlúð enn betur að afreksstarfi og afreksfólkinu okkar. Við sjáum fram á að geta undirbúið landsliðin okkar mun betur með fræðslu fyrirlestrum og hæfileika mótunar dögum fyrir okkar yngri keppendur.“ – Theódóra Ólafsdóttir Íþróttastjóri KLÍ
Keilusamband Íslands (KLÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til KLÍ vegna verkefna ársins er 4.750.000 kr. en til samanburðar þá hlutu verkefni KLÍ árið 2017 styrk að upphæð 2.700.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ.