Nanna Hólm og Einar Már eru Íslandsmeistarar para annað árið í röð

Facebook
Twitter

Í dag lauk keppni á Íslandsmóti para 2018. Nanna Hólm og Einar Már Björnsson úr ÍR sigruðu mótið annað árið í röð en þau lögðu þau Katrínu Fjólu Bragadóttur og Gústaf Smára Björnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur í fjórum leikjum. Nanna og Einar Már voru efst para alla keppnina, urðu í efsta sæti forkeppninnar og héldu stöðu sinni í milliriðli. Í þriðja sæti urðu svo þau Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR

 

 

 

 

 

 

Aldrei hefur verið meiri þátttaka í forkeppni Íslandsmóts para eins og núna í ár. Alls tóku 22 pör þátt í forkeppninni. 3 pör komu frá ÍA, 13 pör frá ÍR, KFR var með 4 pör auk þess sem KFR og ÍR sameinuðust með eitt par og Þór og ÍR um eitt

Nýjustu fréttirnar