Skrifstofa KLÍ flutt um set

Facebook
Twitter

Skrifstofa Keilusambansins hefur verið flutt milli húsa í Laugardalnum. KLÍ hefur haft skrifstofu sína í húsi 4 frá upphafi en beiðni kom frá ÍSÍ um að KLÍ flytti sig milli húsa þar sem Fimleikasambandið vantaði stærri aðstöðu en það hefur sína skrifstofu á 3. hæðinni í húsi 4. Nýja skrifstofa KLÍ er í húsi  3, sama hús og fundarsalirnir eru, og er KLÍ með sína skrifstofu í herbergi nr. 1 á 2. hæð.

Við tiltekt á skrifstofunni fannst eitt og annað merkilegt eins og verða vill þegar flutningar eru. Það sem m.a. fannst er fundargerð stofnfundar KLÍ 1992 sem og Ársskýrsla 1. þings KLÍ auk annarra merkilegra gripa sem hefur nú verið sett á netið.

Nýjustu fréttirnar