Á dögunum keppti Mikael Aron úr KFR í móti á Youth-Euro-Trophy-International mótaröðinni en mótið sem Mikael fór á fór fram í Andverpen í Belgíu. Mikael sigraði forkeppnina í B flokki pilta en hann lék 6 leikja seríu á 1.021 pinnum eða 170,7 í meðaltal. Í milliriðli var hann í 2. sæti og keppti því í topp þrem í úrslitum þar sem hann hafnaði í 3. sæti. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá piltinum og alveg ljóst að keilarar eiga eftir að sjá hans nafn oftar í fréttum.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu