Ástrós Pétursdóttir úr ÍR komst í gær, fyrst íslenskra kvenna, í 16 kvenna úrslit á Evrópumóti landsmeistara en mótið í ár fram fer í Langen í Þýskalandi. Í gærkvöldi voru spilaðir seinni 8 leikirnir í forkeppninni hjá konunum og náði Ástrós 1.582 seríu eða 197,8 í meðaltal. Alls taka 37 konur þátt í keppninni í ár og var Ástrós í 19. sæti eftir fyrri keppnisdaginn en spilaði sig upp í 15. sæti með góðum endaspretti en síðustu þrír leikirnir hjá henni voru 223 – 226 og 240 en besti leikur hennar í gær var þó 268.
Efst kvenna í keppninni er Eliisa Hiltunen frá Finnlandi með 220,8 í meðaltal eftir 16 leiki forkeppninnar. Á morgun laugardag verður keppt í 16 manna úrslitum og verða leiknir 8 leikir. Að lokum komast síðan 8 efstu áfram í sjálfa úrslitakeppnina sem fram fer á sunnudag.
Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á vefnum auk þess sem hægt er að sjá skor leikmanna á LaneTalk. Aðrar upplýsingar mótsins er að finna á vefsíðu þess.
Gústaf Smári Björnsson úr KFR lék sína seinni 8 leiki í forkeppninni í morgun og spilaði 1.516 og er sem stendur í 18. sæti en seinni riðilinn á eftir að spila og því ljós að Gústaf kemst ekki áfram í ár.