Sú staða er komin upp í 2. deild karla veturinn 2018 til 2019 að lið KR E hefur dregið sig úr keppni. Af þeim sökum hefur stjórn KLÍ tekið þá ákvörðun að þeir leikir sem farið hafa fram gegn KR E falli út, þar sem þeir mættu ekki í leikina, og að hér eftir verði því yfirseta í 2. deild karla veturinn 2018 til 2019 þar sem að deildarkeppni var byrjuð þegar þessi staða kom upp og því ekki hægt að hafa umspil um laust sæti í deildinni.
Einnig hafði KR E skráð sig til leiks í bikarkeppni KLÍ 2018 til 2019. Í bikardrætti sem fram fór 18. september s.l. og hefur verið tilkynntur opinberlega lenti KR E í þeirri stöðu að sitja hjá í 32. liða úrslitum. Eftir mikla skoðun og samtöl við aðila bæði innan keilunnar og hjá öðrum sérsamböndum ÍSÍ er það niðurstaða stjórna KLÍ að halda sig við bikardráttinn eins og hann var enda var hann löglega framkvæmdur. 15 lið verða því í pottinum þegar kemur að því að draga í 16 liða bikarúrslit. Síðasta liðið sem verður því dregið upp kemst því beint í 8 liða úrslit rétt eins og nokkur lið sitja hjá í 32. liða úrslitum. Þetta form er það sem m.a. KKÍ viðhefur.
F.h. stjórnar KLÍ
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Formaður KLÍ