Meistarar meistaranna

Facebook
Twitter

Eins og fyrri ár þá byrjar deildin á Meistarakeppni KLÍ þar sem að Bikar- og Íslandsmeistarar liða frá tímabilinu á undan keppa saman.
Bikarmeistarar 2018 í karla flokki er ÍR-KLS og Íslandsmeistarar liða eru ÍR PLS

Nú sér ÍR-KLS sér ekki fært um að mæta til leiks og þá er það lið sem að varð í 2.sæti sem að kemur inn í þeirra stað sem að er KFR-Stormsveitin.

Bikarmeistarar 2018 og Íslandsmeistarar liða í kvenna flokki eru KFR-Valkyrjur.
Þar sem að sama lið er bæði Íslands- og Bikarmeistari að þá mæta þær ÍR-Buff sem að varð í 2.sæti í Bikarkeppninni.

Leikið verður á brautum 19 – 22 og hefst keppni kl 19:00
Olíuburður er Allsvenskan 39

Brautir 21 – 22
KFR Valkyrjur – ÍR Buff

Brautir 19 – 20
KFR Stormsveitin – ÍR PLS

Leikið er Mánudaginn 10.sept kl 19:00

Nýjustu fréttirnar