Nú fer keilutímabilið 2018 til 2019 að hefjast og byrja þá skipulagðar æfingar barna og ungmenna hjá keilufélögum. Þrjú félög bjóða upp á æfingar fyrir ungmenni og er hægt að nálgast nánari upplýsingar um æfingar þeirra hér fyrir neðan.
Keila er skemmtileg íþrótt fyrir alla og félögin bjóða nýja iðkendur velkomna.
Keiludeild ÍR
Æfingar eru mánudaga til föstudaga hjá Framhaldshóp, þriðjudaga og fimmtudaga hjá grunnhóp og miðvikudaga og föstudaga hjá ÍR ungum. – Nánari upplýsingar á: http://ir.is/keila/aefingar/ Æfingar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll að undanskildum ÍR Ungum sem fer fram í Austurbergi.
Keilufélag Akranes
Æfingar eru 3x í viku hjá 8. til 10. bekk og 2x í viku fyrir 5. til 7. bekk. – Nánari upplýsingar á [email protected] Æfingar fara fram í Keilusal Akranes.
Keilufélag Reykjavíkur
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum í Egilshöll frá kl. 17:00 til 18:30 – Nánari upplýsingar: http://kfr.is/unglingar/ Æfingar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll.