Einstaklingskeppnin á EM kvenna í Brussel lauk í gær. Evrópumeistari er Casja Wegner frá Svíþjóð. Íslensku stelpurnar voru aðeins að finna sig á brautunum en það var frekar mikið fyrir því haft. Best spilaði Ástrós Pétursdóttir en hún spilaði leikina 6 með 1.120 pinnum 186,7 í meðaltal og endaði í 64. sæti. Í dag var svo byrjað að keppa í tvímenningskeppninni en þær Nanna Hólm og Bergþóra Rós hófu leik og kláruðu sína leiki á 2.114 eða 176,2 í meðaltal. Linda Hrönn og Katrín Fjóla tóku svo við en þær spiluðu 2.074 eða 172,8. Ástrós og Magna leika svo í síðasta riðlinum í tvímenningi á morgun mánudaginn. Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins á vef þess.
Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025
Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi: flokkur