Í dag föstudaginn 8. jíni hefst keppni á EM kvenna í Brussel með einstaklingskeppni. Fyrst byrja þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir báðar úr ÍR en þær hófu leik kl. 7 að íslenskum tíma eða kl. 9 að staðartíma. Eftir hádegi kl 13:45 á staðartíma spila síðan Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Ástrós Pétursdóttir. Á Laugardaginn kl 10:00 hér kl 08:00 heima spila síðan þær Katrín Fjóla Bragadóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Æfingarnar í gær gengu vel hjá stelpunum og voru þær nokkuð sáttar við daginn og segjast tilbúnar í slaginn. Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu