Aðalfundur keiludeildar Þórs var haldinn laugardaginn 28. apríl.
Fyrir lá að 3 úr stjórn myndu ekki gefa kost á sér aftur sem og formaðurinn Guðmundur Freyr Aðalsteinsson. Jóhanna Hjaltalín var kosin nýr formaður keiludeildarinnar.
Aðrir í stjórn eru:
- Höskuldur Stefánsson
- Björgvin Helgi Valdimarsson
- Jörgen Sigurðsson
- Guðmundur Konráðsson
- Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín
- Sigurður Óli Jónsson
Ný stjórn mun svo koma saman fljótlega og skipta með sér verkum.
Fyrir liggur nýrri stjórn að halda þarf áfram af krafti við þá vinnu að koma upp æfinga og keppnis aðstöðu í bænum.