19 ára gamalt Íslandsmet slegið

Facebook
Twitter

Jóhann Ársæll Atlason ÍAJóhann Ársæll Atlason í ÍA sló á þriðjudaginn 19 ára gamalt Íslandsmet í einum leik 1. flokki pilta þ.e. 17 til 18 ára þegar hann spilaði 299 leik í 2. deilinni upp á Skaga.
 

Fyrra metið sem var 298 setti Steinþór Geirdal árið 1999 og er því metið eldra en Jóhann er sjálfur. 
Er þetta eitt af elstu metum sem enn standa í keilunni í unglingaflokki. 
Þess má geta að Jóhann Ársæll spilaði 298 á EYC mótinu um páskana síðastliðna. 
Nokkuð ljóst að það styttist í 300 leikinn hjá kappanum.

Nýjustu fréttirnar