Í morgun fóru fram fyrstu leikirnir í forkeppni á Íslandsmóti öldunga 2018. Alls eru 16 skráðir til leiks í ár og komast 6 efstu áfram úr forkeppninni úr hvorum flokki. Mótið heldur áfram á morgun sunnudag og svo á mánudag og þriðjudag en þá fara úrslitin fram. Best kvenna í dag spilaði Bára Ágústsdótttir KFR eða 647. Best karla spilaði Björn G Sigurðsson KFR eða 780. Staða annarra er þessi:
