Íslandmót unglinga fór fram um helgina en forkeppni var spiluð í gær laugardag og svo framhaldið í dag sunnudaginn 3. mars. Tvö Íslandsmet féllu í dag en Alexandra Kristjánsdóttir úr ÍR bætti 15 ára gamalt met í einum leik 3. flokki stúlkna þegar hún náði 227 pinnum í fyrsta leik í úrslitum flokksins. Fjóla Dís Helgadóttir úr KFR setti einnig met í fjórum leikjum í 5. flokki stúlkna þegar hún lék 449.
Íslandsmeistarar í Opnum flokki pilta og stúlkna urðu þau Steindór Máni Björnsson úr ÍR og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór. Alls tóku 38 ungmenni þátt í mótinu í ár, 13 frá ÍA, 12 frá ÍR, 11 frá KFR og 2 frá Þór.
Úrslit í mótinu urðu eins og hér segir: