Í dag náði Matthías Leó Sigurðsson nýju íslandsmeti.
Hann er nú búinn að færast upp um flokk og setti met í 6 leikjum í flokki 11-12 ára.
Fyrra met í 6 leikjum var 935 sem Andri Þór Halldórsson KFR átti og var það sett í Keilu í Mjódd 31. maí. 1997.
Núna rúmum 20 árum seinna náði Matthías Leó að bæta metið með 3 pinnum og náði 938 sem ekki réðist fyrr en í 10 ramma.
Óskum Matthíasi til hamingju með árangurinn.
