Íslendingar keppa á Opna írska

Facebook
Twitter

Einar Már Björnsson ÍRNokkrir Íslendingar héldu í víking til Dublinar í Írlandi en þar fer fram Opna írska mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni í ár. Er þetta í 30. sinn sem opna írska fer fram. Keppnin hófst í gær en mótafyrirkomulagið er nokkuð klassískt og þarf að leika 6 leikja seríu í forkeppni. Hægt er að leika fleiri en eina seríu en aðeins 54 bestu seríurnar komast í úrslitakeppnina sem fer fram núna á sunnudaginn.

Þau sem fóru út eru:

  • Bergþóra Rós Ólafsdóttir úr ÍR
  • Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍR
  • Árni Þór Finnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur (KFR)
  • Einar Már Björnsson úr ÍR
  • Guðjón Júlíusson úr KFR
  • Gústaf Smári Björnsson úr KFR
  • Stefán Claessen úr ÍR

Einar Már úr ÍR lék best Íslendinga í gær en hann lék 1.275 seríu eða 212,5 í meðaltal. Stefán Claessen úr ÍR var í smá brasi í fyrstu þrem leikjunum en reif sig svo í gang og endaði með 1.205 seríu eða 200,8 í meðaltal og svo var Gústaf Smári KFR með 1.181 seríu eða 196,8 í meðaltal. Mótið heldur svo áfram í dag og hafa þau öll tækifæri til að færa sig ofar í töfluna.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess svo sem stöður og hlekki á beinar útsendingar á vefnum.

Nýjustu fréttirnar