Frá HM í Las Vegas – Þrímenningskeppnin

Facebook
Twitter

Linda Hrönn MagnúsdóttirÍ gær hófst keppni í þrímenning og var leikið bæði í karla- og kvennaflokki. Leiknir voru þrír leikir og voru 56 þrímenningar í kvennaflokki og 69 í karlaflokki.

Í kvennaflokki léku saman:

Ísland  1
Katrín Fjóla Bragadóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Dagný Edda Þórisdóttir

Ísland 2
Guðný Gunnarsdóttir
Bergþóra Rós Ólafsdóttir
Hafdís Pála Jónasdóttir

Ísland 1 spilaði ágætlega og var skorið þeirra 1.628 sem gera 181 í meðaltal og eru þær í 40. sæti.
Þær áttu frábæran þriðja leik en hann spiluðu þær 627 og það var Linda Hrönn sem fór fyrir liðinu í þeim leik með 243 stig. Frábær leikur hjá Lindu og hæsti leikur íslensku stelpnanna það sem af er móti. Ísland 2 spilaði 1.524 sem gera 169 í meðaltal og eru í 51. sæti.

Í karlaflokki léku saman:

Jón Ingi RagnarssonÍsland 1
Jón Ingi Ragnarsson
Arnar Davíð Jónsson
Hafþór Harðarson

Ísland 2
Gunnar Þór Ásgeirsson
Gústaf Smári Björnsson
Skúli Freyr Sigurðsson

Ísland 1 hóf daginn. Þeir spiluðu 1.692 sem gera 188 í meðaltal. Jón Ingi spilað vel, 646 sem gera 215 í meðaltal.  Þetta settur þá í 55. sæti eftir fyrri daginn. Ísland 2 fylgdi á eftir og ætluðu sér ekki minna en Ísland 1. Þeir spiluðu mjög vel í kvöld, 17.99 sem gerir 200 í meðaltal. Þeir eru í 27. sæti.

Keppni í þrímenning heldur áfram á morgun þegar seinni 3 leikirnir verða leiknir.

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess. Þar má finna stöður, sjá beinar útsendingar frá keppni sem og upptökur.

Nýjustu fréttirnar