1. umferð AMF forkeppni 2018 er lokið

Facebook
Twitter

Í morgun var spilaður 4. og síðasti riðillinn í 1. umferð forkeppni heimsbikarmóts AMF 2018 og eftir þann riðil varð lokastaðan ljós. Best í dag spilaði Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og smellti hann sér um leið í efsta sætið með því að ná 1.408 seríu eða 234,7 í meðaltal þar af með því að ná tveim 278 leikjum í röð. 279 urðu þó hæstu leikirnir í mótinu en því náðu þau Arnar Davíð Jónsson úr KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR. Í öðru sæti í dag varð Birgir Kristinsson úr ÍR en hann náði 1.325 seríu eða 220,8 í meðaltal. Þriðja sætið í dag tók svo Hafþór Harðarson úr ÍR með 1.319 seríu eða 219,8 í meðaltal.

Þeir tíu sem spiluðu bestu seríurnar í 1. umferðinni og fá því AMF stig voru eftirfarandi:

  1. sæti: Jón Ingi Ragnarsson KFR – 1.408 12 stig
  2. sæti: Arnar Davíð Jónsson KFR – 1.351 10 stig
  3. sæti: Hafþór Harðarson ÍR – 1.338   8 stig
  4. sæti: Birgir Kristinsson ÍR – 1.325   7 stig
  5. sæti: Gústaf Smári Björnsson KFR – 1.301   6 stig
  6. sæti: Einar Már Björnsson ÍR – 1.281   5 stig
  7. sæti: Hlynur Örn Ómarsson ÍR – 1.274   4 stig
  8. sæti: Andrés Páll Júlíusson ÍR – 1.265   3 stig
  9. sæti: Skúli Freyr Sigurðsson KFR – 1.261   2 stig
  10. sæti: Björn G Sigurðsson KFR – 1.241   1 stig

Best kvenna náði Nanna Hólm Davíðsdóttir úr ÍR en hún varð í 13. sæti með 1.226 pinna. Lokastaða allra má sjá í þessu PDF skjali.

Lokastöður úr riðlum má sjá í eftirfarandi PDF skjölum:

1. riðill

2. riðill

3. riðill

4. riðill

Alls tóku 54 keilarar þátt í þessari 1. umferð og er það með meira móti miðað við undanfarin ár, 17 konur og 37 karlar. Alls voru leiknar 102 seríur í mótinu eða 612 keiluleikir.

Keiludeild ÍR þakkar þátttakendum fyrir glæsilega keppni og minnir um leið á að 2. umferð í forkeppni Heimsbikarmóts AMF 2018 verður dagana 27. janúar til 4. febrúar en þá fer fram RIG 2018. Að venju verða erlendir gestir á mótinu og verður tilkynnt um hverjir koma von bráðar.

Nýjustu fréttirnar