Stjórn KLÍ hefur samþykkt gjaldskrá fyrir tímabilið 2017 – 2018.
Á síðasta ársþingi KLÍ voru samþykktar nokkrar breytingar á reglugerðum þar sem vísað er í gjaldskrá KLÍ, m.a. vegna sekta. Því hefur gjaldskráin tekið nokkrum breytingum milli ára. Enn á eftir að laga einhverjar reglugerðir að hinu nýja fyrirkomulagi og verður það gert á næsta ársþingi.