Dagný í stað Mögnu.

Facebook
Twitter

ECC, Evrópumót landsmeistara, fer fram í Austuríki í haust. Ísland sendir þangað tvo keppendur. 

 Íslandsmeistararnir Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Gústaf Smári Björnsson unnu sér rétt til þátttöku á mótinu. Eins og áður hefur komið fram er Magna Ýr ólétt og mun því ekki geta tekið þátt á ECC. KLÍ bauð þá Rögnu Matthíasdóttur sætið en hún lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu. Ragna á ekki heimangengt og því var Dagný Eddu Þórisdóttur boðið sætið en hún endaði í þriðja sæti Íslandsmótsins.  Dagný þáði boðið og mun því fara með Gústafi Smára til Austurríkis. 

Nýjustu fréttirnar