Guðmundur Konráðsson (Mundi) og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir (Bubba) urðu Akureyrarmeistarar í keilu þriðjudaginn 25. apríl síðastliðinn
Spiluð var þriggja leikja sería í karla- og kvennaflokkum og röðuðust keppendur svo í sæti eftir því hvernig skorið var. 6 efstu karlarnir komust áfram og 5 efstu konurnar og var því næst spilað til úrslita með stepladder fyrirkomulagi. Það virkar þannig að sá sem sat í 6. sæti karla þurfti að spila við 5. sætið og sigurvegarinn í þeirri viðureign myndi spila við 4. sætið og svo koll af kolli þar til komið væri að þeim sem sat í 1. sæti. Til úrslita í karlaflokki spiluðu Ólafur Þór Hjaltalín og Mundi og hjá konunum voru það Guðbjörg Harpa og Erna Hermannsdóttir.
Erna tók sér hlé frá keilu í vetur og var þetta hennar eina mót og því athyglisverður árangur hjá henni.
Einnig má nefna góðan árangur hjá Birki Erni Erlingssyni sem hafnaði í 3. sæti en hann náði að vinna sig upp úr 6. sætinu með því að slá út nokkra sterka andstæðinga.
Karlar
1. Sæti Guðmundur Konráðsson
2. Sæti Ólafur Þór Hjaltalín
3. Sæti Birkir Örn Erlingsson
Konur
1. Sæti Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir
2. Sæti Erna Hermannsdóttir
3. Sæti Geirdís Hanna Kristjánsdóttir