Magna Ýr ekki á ECC eða HM

Facebook
Twitter

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Íslandsmeistari kvenna, mun ekki taka þátt í verkefnum afrekshóps KLÍ á þessu ári. 

Magna sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem hún segir frá því að hún sé ólétt og muni því ekki taka þátt í ECC (Evrópumóti landsmeistara) sem fram fer í Austuríki í haust og ekki á HM sem fram fer í Kuwait í desember. Hún stefnir á að vera komin á fullt fyrir EM 2018.
Við óskum Mögnu og fjölskyldu innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir.

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar