Nú er að síga á seinni hluta tímabilsins og þá kemur alltaf að því sem allir hafa beðið eftir, sjálfri Árshátíðinni.
Árshátíðin verður með svipuðu sniði og í fyrra, haldin í Rúgbrauðsgerðinni og í umsjón kvennalandsliðsins. Dagurinn er 29. apríl en nánar má sjá allt um þetta með því að skoða auglýsinguna hér og svo upplýsingar um það sem boðið verður upp á að borða. Kvennalandsliðið sér um miðasöluna og því er um að gera að setja sig í samband við þær og næla sér í miða.