EYC 2017 – dagur 2

Facebook
Twitter

Í dag voru það stelpurnar sem kepptu í tvímenning á Evrópumóti U18 í Helsinki. 

Í fyrri riðil dagsins voru það þær Elva Rós Hannesdóttir og Helga Rós Freysdóttir sem hófu leik. Eftir hæga byrjun komust stelpurnar rólega á skrið og má lýsa spilamennsku þeirra sem nokkuð stöðugri í gegnum þessa 6 leiki. Saman skiluðu stelpurnar skori upp á 2.047 pinnum (170,6 meðaltal) og enduðu þær í 20. sæti í þessari tvímenningskeppni. Í seinni riðli dagsins spiluðu þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir og Málfríður Jóna Freysdóttir og var spilamennskan hjá þeim tiltölulega sveiflukennd en þær skiluðu skori upp á 1.819 pinnum (151.6 meðaltal) og enduðu þær í 22. sæti.

Eftir forkeppni enduðu Rússar í efsta sæti og á eftir þeim komu Svíar, Belgar og seinasta þjóðin inn í undanúrslitin voru Norðmenn. Skorið í tvímenningskeppni stúlknanna var lægra en búist var við og var margar þjóðir nálægt niðurskurðinum. Í undanúrslitum mættust Rússar og Norðmenn þar sem norski tvímenningurinn tryggði sér sigur með heilum pinna 389 pinnum á móti 388 pinnum Rússa. Í hinum undanúrslitunum mættust Svíar og Belgar þar sem Belgar tryggðu sig áfram í úrslit með 388 pinnum á móti 349 pinnum Svía. Í úrslitum mættust því Norðmenn og Belgar þar sem Belgarnir höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu öruggan sigur með 404 pinnum gegn 345 pinnum Norðmanna og því Belgía Evrópumeistara stúlkna U18 í tvímenning.

Á morgun hefst liðakeppni hjá bæði strákunum og stúlkunum, það eru strákarnir sem spila fyrir hádegi og stúlkurnar eftir hádegi.

Öll úrslit og livescore er að finna á heimasíðu mótsins: http://www.bowling.fi/eyc2017

Nýjustu fréttirnar