Á morgun hefst í San Marino mót sem haldið er í fyrsta skipti og er kallað Small Nations Cup. Þetta er sýningarmót á vegum Evrópska keilusambandsins og er haldið í tengslum við Smáþjóðarleikana sem fara þar fram í sumar. Mótið er haldið til að kynna keilu sem íþrótt og koma henni inn sem keppnisgrein á Smáþjóðarleikunum í framtíðinni. Mótið hefst eins og áður segir á morgun og líkur á laugardag.
Ísland tekur að sjálfsögðu þátt í þessu móti og í dag héldu 4 keppendur ásamt þjálfurum og fararstjórn til San Marino.
Fyrir Íslands hönd keppa á mótinu:
Magna Ýr Hjálmtýsdóttir úr KFR
Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR
Björn G. Sigurðsson úr KFR
Arnar Davíð Jónsson úr KFR
Arnar Davíð Jónsson úr KFR
Með í för eru Hafþór Harðarson þjálfari afrekshóps kvenna og þeir Ásgrímur H. Einarsson og Guðjón Júlíusson þjálfarar afrekshóps karla.
Þess má einnig geta að mótsstjóri er Valgeir Guðbjartsson stjórnarmaður í Evrópska Keilusambandinu ETBF
Keppt er í parakeppni, tvímenning og keppni blandaðra liða (tvær konur og tveir karlar). Einnig er keppt í einstaklingskeppni. Eins og áður segir þá hefst mótið á morgun með parakeppni og þar leika saman fyrir Íslands hönd Dagný og Björn annars vegar og hins vegar Magna og Arnar.
Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu þess, www.smallnationscup.com