Matthías setti 4 ný íslandsmet.

Facebook
Twitter

Þessa dagana fer fram Íslandsmót einstaklinga með forgjöf í Egilshöll. Fjögur íslandsmet voru sett í mótinu í dag. 

Matthías Leó Sigurðsson ÍA spilaði 4 leiki í dag og setti íslandsmet í einum, tveimur, þremur og fjórum leikjum.   Leikir Matthíasar í dag voru  132, 196, 142 og 136.  Íslandsmetin eru sett í 5. flokki í þeim eru leikmenn 10 ára og yngri.  

Metin eru:

1 leikur  196
2 leikir   328
3 leikir   470
4 leikir   606

Til hamingju með frábæra spilamennsku Matthías.

Nýjustu fréttirnar