Fyrri degi forkeppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf lokið

Facebook
Twitter

Bergþóra úr Þór og Daníel úr ÍR sigruðu mótið 2016Í morgun var spilaður fyrri riðillinn í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga með forgjöf en alls taka 16 konur og 32 karlar þátt í mótinu. Leiknir voru fjórir leikir og verða seinni fjórir leikirnir spilaðir á morgun kl. 09 og verður eftir það skorið niður í 12 manna úrslit. 

 

Eftir daginn í dag eru efst í kvennaflokki þær Berglind Schewing með 809 pinna, Elva Rós Hannesdóttir er í 2. sæti með 800 og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir í 3. sæti með 773. 12. sætið er svo með 722.

Hjá körlunum er Matthías Leó Sigurðsson ÍA í 1. sæti með 862, Jóhann Á Jóhannsson ÍR er í 2. sæti með 838 og í 3. sæti er Gunnar Guðjónsson ÍA með 833. 783 er skorið hjá 12. sætinu, sjá stöðuna hér fyrir neðan.

Stöðuna í mótinu eftir fyrri dag forkeppni má sjá hér.

Nýjustu fréttirnar