Íslandsmót unglinga fór fram helgina 4 og 5 mars þar mættu til leiks 37 ungmenni frá 4 félögum ÍR, KFR, KFA og Þór.
Aðeins er keppt til úrslita ef 4 eða fleiri mæta til keppni í 1-3 flokki, ekki er keppt til úrslita í yngri flokkum þeir raðast eftir sínu skori í 8 leikjum. Síðan er keppt í opnum flokki þar sem þrír meðaltals hæstu drengir keppa innbyrðis og þrjár meðaltals hæstu stúlkurnar innbyrðis óháð aldri og flokkum.
Leikjafyrirkomulagið er þannig að þeir sem komu inn í úrslitin í 2 og 3ja sæti spila einn leik sem veitir þeim þáttökurétt í úrslitaviðureigninni þar er spilaðir 2 leikir og er heildin úr þessum 2 leikjum það sem ákvarðar sigurvegarann.
Í 1.flokki mættu 3 piltar til leiks. Íslandsmeistari Ólafur Þór Ólafsson Þór, Ásgeir Darri Gunnarsson KFA varð í öðru sæti og Jökull Byron Magnússon KFR í því þriðja.
1.flokkur stúlkna þar mættu tvær stúlkur til leiks. Íslandsmeistari Helga Ósk Freysdóttir KFR og í öðru sæti Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
2.flokkur pilta þar öttu kappi 9 piltar. Til úrslita kepptu Arnar Daði Sigurðsson KFA, Steindór Máni Björnsson ÍR og Ágúst Ingi Stefánsson ÍR. Steindór og Ágúst háðu einvígi um sæti í úrslitaleiknum og endaði það með sigri Ágústs 211-167. Úrslitaeinvígið var spennandi Ágúst hafði sigur á Arnari í fyrsta leik með 202-198 en seinni leikurinn var Arnars 171 gegn 154 og hampaði Arnar því Íslandsmeistaratitlinum.
2.flokkur stúlkna þar voru þrjár mættar til leiks. Íslandsmeistari Elva Rós Hannesdóttir ÍR, annað sæti Dagmar Alda Leifsdóttir ÍR og Málfríður Jóna Freysdóttir í því þriðja.
3. flokkur pilta 5 keppendur. Þeir Hlynur Atlason KFA, Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR og Hinrik Óli Gunnarsson ÍR kepptu til úrslita. Hinrik og Guðbjörn mættust í leik um sæti í úrslitaleiknum og þar hafði Hinrik betur 142-137. Hann bætti svo um betur og vann Hlyn í 2 leikjum 170-114 og 156-129 og er því Íslandsmeistari.
3.flokkur stúlkna þar mættu 3 til leiks. Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR hampaði Íslandsmeistaratitlinum, Harpa Ósk Svansdóttir KFA varð í öðru sæti og Eyrún Ingadóttir KFR í því þriðja.
Í 4.flokki pilta mættu 4 til leiks allir frá KFA. Þar varð í fyrsta sæti Róbert Leó Gíslason öðru sæti Hrannar Þór Svansson og því þriðja Ólafur Hjalti Haraldsson.
Í 4.flokki stúlkna mætti ein stúlka og því Íslandsmeistari Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir
Í 5.flokki pilta og stúlkna er ekki keppt um sæti allir fá verðlaun. Eftirtaldir kepptu í 5.flokki. Mikael Aron Vilhelmsson KFR, Matthías Leó Sigurðsson KFA, Tristan Máni Nínuson ÍR, James Andre Oyola Yllescas ÍR, Ásgeir Karl Gústafsson KFR, Nína Rut Magnúsdóttir KFR og Fjóla Dís Helgadóttir KFR.
Opinn flokkur pilta þar fóru inn Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín Þór, Arnar Daði Sigurðsson KFA og Steindór Máni Björnsson ÍR. Steindór og Arnar áttust við í leik um laust sæti í úrslitaleiknum þar fór Arnar á flug og vann með 223-161. Arnar lék svo úrslitaleikinn gegn Ólafi tapaði fyrri leiknum með 11 pinnum en bætti fyrir það í seinni leiknum og vann með 40. Arnar vann sér því inn 2 Íslandsmeistaratitla um helgina í 2.flokki pilta og opnum.