Jón Ingi Ragnarsson lék frábærlega á Cross Cup í Noregi fyrir nokkrum dögum.
Jón byrjaði mótið rólega en eftir fyrsta leik sem var 170 hrökk Jón í gang og spilaði 245, 300 og 217 eða samtals 932 sem gera 233 í meðaltal. Þriðji leikur Jóns var fullkominn leikur, 12 fellur í röð. Þessi spilamennska skilaði Jón öðru sætinu í mótinu en sigurvegari varð John Reidar Kindervaag frá Noregi. Frábær árangur hjá Jóni sem er einn af efnilegri keilurum okkar íslendinga og hluti af Afrekshóp KLÍ.
Jón Ingi var í viðtali í Sportþættinum á Útvarpi Suðurlands. Viðtalið má heyra hér.