Í gærkvöldi lauk æsispennandi Íslandsmóti einstaklinga í Keiluhöllinni. Frábær þátttaka var í mótinu, 19 konur og 33 karlar. Úrslitin voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV2.
Úrslitin voru eins og áður segir í beinni útsendingu á RÚV2 og þótti umgjörð og útsendingin heppnast einstaklega vel.
Í úrslitum kvenna léku þrír keppendur frá KFR, þær Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Ragna Matthíasdóttir. Eftir fyrsta leik var það Dagný Edda sem spilaði lakast eða 158 og datt því út. Það voru því þær Magna og Ragna sem léku til úrslita. Leikurinn var jafn framan af en síðan skyldu leiðir og Magna vann öruggan sigur, 226 – 151. Magna Ýr, sem aldrei hefur áður orðið Íslandsmeistari, er því Íslandsmeistari 2017.
Hjá körlunum var keppnin spennandi. Þar lékur Arnar Davíð Jónsson KFR, Andrés Páll Júlíusson ÍR og Gústaf Smári Björnsson KFR. Eftir jafnan fyrsta leik var það ríkjandi Íslandsmeistari, Arnar Davíð, sem féll úr leik og það voru því Andrés Páll og Gústaf sem léku til úrslita. Í úrslitaleiknum skiptust þeir á að hafa forystu en í lokin var það Gústaf sem hafði betur, 165 – 164. Gústaf, eins og Magna, var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Hæsta leik mótsins spilaði Arnar Davíð Jónsson KFR er hann lék 300 í forkeppninni.
Íslandsmeistararnir unnu sér með sigrinum inn þátttökurétt á Evrópubikarmóti einstaklinga sem fram fer í Ankara á Tyrklandi í haust.
Til hamingju Magna og Gústaf.