Frábærri keilukeppni RIG lokið

Facebook
Twitter

Um helgin lauk keppni á RIG, WOW Reykjavík International Games. Keppt var í keilu í Keiluhöllinni Egilshöll.

Það var ÍR-ing­ur­inn Arn­ar Sæ­bergs­son sigraði Sví­ann Simon Sta­al í úr­slit­um í tveim­ur leikj­um, 290 gegn 226 og 268 gegn 239. Áður hafði Arn­ar lagt ann­an Svía í undanúr­slit­um, Matt­hi­as Möller, í þrem leikj­um, 231 gegn 299, 267 gegn 244 og loks 223 gegn 180. Dagný Edda Þóris­dótt­ir úr KFR varð efst kvenna í mótinu en hún datt út í 8 manna úr­slit­um á móti Matt­hi­as Möller.

Alls tóku rúm­lega 60 keilar­ar þátt í mót­inu, þar af 6 er­lend­ir kepp­end­ur. Nokk­ur met féllu, m.a. var Christoph­er Sloan fyrsti er­lendi gest­ur­inn til að ná full­komn­um leik. Andrés Páll Júlí­us­son úr ÍR náði einnig full­komn­um leik, sín­um fyrsta, og setti auk þess Íslands­met í tveim­ur leikj­um 579. Þrír 299 leik­ir voru spilaðir og nokkr­ir keilar­ar bættu per­sónu­leg met sín.

Undanúrslit og úrslit voru í beinni útsendingu á RUV og hægt er að skoða upptöku á heimasíðu RUV. Framkvæmd mótsins var í höndum Keiludeildar ÍR og tókst framkvæmdinn frábærlega. Eiga ÍR-ingar heiður skilinn fyrir að færa okkur svona glæsilegt og skemmtilegt mót.

Nýjustu fréttirnar