Um helgin lauk keppni á RIG, WOW Reykjavík International Games. Keppt var í keilu í Keiluhöllinni Egilshöll.
Það var ÍR-ingurinn Arnar Sæbergsson sigraði Svíann Simon Staal í úrslitum í tveimur leikjum, 290 gegn 226 og 268 gegn 239. Áður hafði Arnar lagt annan Svía í undanúrslitum, Matthias Möller, í þrem leikjum, 231 gegn 299, 267 gegn 244 og loks 223 gegn 180. Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR varð efst kvenna í mótinu en hún datt út í 8 manna úrslitum á móti Matthias Möller.
Alls tóku rúmlega 60 keilarar þátt í mótinu, þar af 6 erlendir keppendur. Nokkur met féllu, m.a. var Christopher Sloan fyrsti erlendi gesturinn til að ná fullkomnum leik. Andrés Páll Júlíusson úr ÍR náði einnig fullkomnum leik, sínum fyrsta, og setti auk þess Íslandsmet í tveimur leikjum 579. Þrír 299 leikir voru spilaðir og nokkrir keilarar bættu persónuleg met sín.
Undanúrslit og úrslit voru í beinni útsendingu á RUV og hægt er að skoða upptöku á heimasíðu RUV. Framkvæmd mótsins var í höndum Keiludeildar ÍR og tókst framkvæmdinn frábærlega. Eiga ÍR-ingar heiður skilinn fyrir að færa okkur svona glæsilegt og skemmtilegt mót.