Keilarar á faraldsfæti

Facebook
Twitter

Íslenskir keilarar verða á faraldsfæti í þessum mánuði en þá taka 7 keilarar þátt í tveimur mótum erlendis. 

Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni taka Arnar Davíð Jónsson og Magnús Guðmundsson þátt í AIK International í Stokkhólmi. Um miðjan mánuðinn fer svo fram Irish Open í Dublin. Þar mæta til leiks þeir Guðmundur Sigurðsson, Gústaf Smári Björnsson, Einar Már Björnsson, Alexander Halldórsson, Stefán Claessen, Linda Hrönn Magnúsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir.  Hægt er að fylgjast með okkar fólki á netinu, AIK International og Irish Open.

Nýjustu fréttirnar