Arnar Davíð Jónsson keppti um helgina á Moss Open í Noregi. Eins og sagt var frá í gær þá spilaði hann 300 í forkeppninni og í dag setti hann svo punktinn yfir frábært keiluár með því að vinna mótið.
Arnar komst inn í úrslitin með því að spila 890 í undanúrslitum sem tryggði honum síðasta sætið inn í úrslitin, 8 pinnum á undan næsta manni. Í úrslitum spiluðu 5 manns og var fyrirkomulagið þannig að allir spiluðu fyrst einn leik og datt sá sem spilaði lægsta leikinn út. Haldið var áfram þar til tveir voru eftir. Þar spilaði Arnar við svíann Bjorn Linqvist og sigraði 246 – 226 og tryggði sér því 10.000 nkr eða um 130.000 ikr. í verðlaunafé. Frábær árangur hjá okkar manni og frábært að loka árinu svona.