Sýningarmót á San Marino

Facebook
Twitter

Ákveðið hefur verið að halda sýningarmót í San Marino í mars í tengslum við Smáþjóðarleikana sem fram fara þar í apríl.

Mótið er liður í því að koma keilu inn á Smáþjóðarleikana í framtíðinni.
Hverju landi sem tekur þátt í Smáþjóðarleikunum er boðið að senda fjóra keppendur á mótið, tvo karla og tvær konur.  KLÍ hefur ákveðið hefur verið að þekkjast boðið. Keppt verður um eitt sæti kvenna og karla og svo munu landsliðsþjálfarar velja í hitt sætið. Sett hefur verið upp mótaröð fyrir þá sem eru í Afrekshópum karla og kvenna og munu sigurvegarar þessarar mótaraðar vinna sér inn sæti á umræddu  móti.

Fyrsta mótið í mótaröðinni fór fram í gær. Spilaðir voru 6 leikir í 39″ feta olíuburði, „Elite Iceland“ sem búinn var til sérstaklega fyrir mótið af Marios Nicolaides sem situr í tækninefnd Evrópska keilusambandsins og hefur séð um tæknimál á mótum á vegum ETBF.
Sigurvegarar þessa fyrsta móts voru þau Bjarni Páll Jakobsson og Dagný Edda Þórisdóttir. Bjarni spilaði 1203 eða rétt um 200 í meðaltal en Dagný 1140 sem gera 190 í meðaltal.

Næsta mót í mótaröðinni er Íslandsmótið í tvímenning en þar mun forkeppni og milliriðill gilda sem eitt mót í þessari mótaröð.

Nýjustu fréttirnar