Forkeppnin fyrir AMF 2017 – 1. umferð

Facebook
Twitter

Dagana 16. til 20. nóvember verður fyrsta umferðin í AMF forkeppninni haldin í Egilahöll. Athugið að breytt fyrirkomulag er á keppninni í ár. Boðið er sem fyrr upp á tvo riðla í forkeppni 1. umferðar og verða svo milliriðinn og úrslit á sunnudeginum 20. nóvember. Fyrri riðillinn verður miðvikudaginn 16. nóvember kl. 19:00 og sá seinni laugardaginn 19. nóvember kl. 10:00

Athugið breytt fyrirkomulag

Leikin er 4 leikja sería, leikmenn færast um sett milli hvers leiks. Spila má í báðum riðlum og gildir þá betri serían til milliriðils. Í milliriðil komast 8 bestu seríurnar og taka keilarar með sér 50% af bestu seríu inn í milliriðil. Þar er leikin önnur 4 leikja sería, leikmenn færast um sett milli hvers leiks. Efstu þrír komast svo í úrslit þar sem keppt er í Step Ladder 3 – 2 – 1 og þarf einungis að vinna einn leik til að sigra viðureign. Milliriðill og úrslit fara fram sunnudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – Peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í boði.

Stig til AMF eru sem fyrr þessi:

  1. sæti 12 stig
  2. sæti 10 stig
  3. sæti   8 stig
  4. sæti   7 stig
  5. sæti   6 stig
  6. sæti   5 stig
  7. sæti   4 stig
  8. sæti   3 stig
  9. sæti   2 stig
  10. sæti   1 stig

Athugið að 9. og 10. bestu seríurnar úr forkeppni fá stig til AMF. Sama fyrirkomulag verður haft á í 3. umferð AMF forkeppninnar sem er áætluð að verði í maí á næsta ári. 2. umfeðrin sem jafnframt er RIG mótið verður einnig með öðru sniði, kynnt nánar síðar.

Olíuburður í 1. og 3. umferð AMF forkeppninnar verður Kegel Challenge Series – ABBEY ROAD – 3540 (50 uL)

Skráning fer fram hér á vefnum.

Skráningu í fyrri riðilinn líkur þriðjudaginn 15. nóvember kl. 21

Skráningu í seinni riðilinn líkur föstudaginn 18. nóvember kl. 21

 

Athugið að keiludeil ÍR áskilur sér rétt til að fella niður mótið fáist ekki næg þátttaka.

 

Nýjustu fréttirnar