Tékkneskur og sænskur sigur

Facebook
Twitter

Keppni er nú lokið á ECC í Olomouc í Tékklandi. Gullverðlaunin fóru til Tékklands og Svíþjóðar.

Það voru Casja Wegner frá Sviþjóð og Maria Bulanova frá Rússlandi sem kepptu til úrslita hjá konunum.  Úr varð spennandi viðureign. Maria vann fyrsta leikinn 237 – 214 en Casja svaraði í næsta leik 247 – 217. Þær þurftu því að spila úrslitaleik sem varð æsispennandi. Það var Casja sem sigraði þann leik 219 – 217 og er því ECC meistari 2016. Bronsverðlaun fengu svo Nicole Sanders frá Hollandi og Nadine Greissler frá Þýskalandi.

Í karlaflokki spiluðu saman heimamaðurinn Jaroslav Lorenc og Svíinn James Gruffman. Þessir tveir höfðu verið hæstir allt mótið og því vel að því komnir að spila til úrslita. Leikar fóru þannig að Jaroslav vann í tveimur leikjum, 244 – 223 í fyrsta og 247 – 236 í öðrum og því samtals 2 – 0. Í þriðja sæti urðu svo Antonio Fiorentino frá Ítalíu og Hadley Morgan frá Englandi.

Nýjustu fréttirnar