Nú er lokið 16 manna úrslitum í kvennaflokki á ECC í Olomouc. Það er Maria Bulanova frá Rússlandi sem er í efsta sæti.
Keppni í 16 manna úrslitunum var hörkuspennandi alveg fram á síðasta leik. Hin Danska Maria Stampe gerði harða atlögu að 8 sætinu en varð að lokum að láta sér níunda sætið að góðu.
Hægt er að sjá stöðu með því að smella hér.