Hafdís hefur lokið leik

Facebook
Twitter

Hafdís Pála hefur lokið leik á EM í Olomouc. Hún endaði í 34. sæti. 

 Hafdís lék seinni 8 leikina í forkeppninni í gær. Hún var að loka betur en í fyrri 8 leikjunum en fékk þó nokkuð af erfiðum glennum. Hún spilaði 1303 og 2622 í heildina sem gera 163,9 í meðaltal.

Baráttan á toppnum er hörð en þar er spilamennskan mjög góð. Efst er Maria Bulanova frá Rússlandi með 232.2 í mtl, í öðru sæti er Casja Wegner með 225,6 í mtl og í því þriðja er Nicole Sanders frá Hollandi með 222,4 í mtl.

Nýjustu fréttirnar