Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf

Facebook
Twitter

Hlynur Örn Ómarsson og Berþóra Rós Ólafsdóttir sigruðu mótið 2015Skráning er hafin á Opna Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2016 með forgjöf. Skráning fer fram hér á vefnum. Skráningu lýkur fimmtudaginn 8. september kl. 21:00.

Leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu karlar og konur áfram í undanúrslit. Undanúrslitin eru þannig að 1. og 4. sætið keppa annarsvegar og 2. og 3. sætið hinsvegar. Sá keilari sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaleikinn og þarf tvo sigra þar til að vinna. Þeir sem tapa undanúrslitum spila um þriðja sætið, tvo sigra þarf.

Forkeppnin er laugardaginn 10. september kl. 09:00, 6 leikir og sunnudaginn 11. september kl. 09:00, 3 leikir.
Undanúrslit og úrslit eru þar strax á eftir.

Olíuburður er sá sami og notaður verður í deildarkeppninni, 2013 EBT 15 – Columbia 300 Vienna Open.

Forgjöf er 80% af meðaltali mínus 200.

Verð kr. 6.000,-

Vinsamlegast skráið ykkur tímalega.

Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til breytinga í
forkeppninni.

Reykjavíkurfélögin

Opna Reykjavíkurmótið án forgjafar verður helgina eftir 17. til 18. Sjá frétt og skráningu síðar.

Nýjustu fréttirnar