Í dag hófst liðakeppni á EM í Brussel. Strákarnir okkar stóðu sig vel og halda möguleikanum á HM sæti í Kuwait lifandi.
Liðið í dag var skipað Gústafi, Bjarna, Stefáni, Skúla og Arnari Davíð. Guðlaugur lék í liði sem skipað var 6. manni frá 4 öðrum þjóðum og spilaði 553.
Strákarnir byrjuðu daginn ekkert allt of vel, spiluðu 958 í fyrsta leik. Þeir vöknuðu svo til lífsins í leik 2 og 3, spiluðu 1051 og 1058 sem setti þá í 9 sæti eftir fyrri riðilinn.
Stefán kom heldur betur sterkur inn eftir slakkt gengi á mótinu hingað til, spilaði hann best í Íslenska liðinu eða 656. Næst komu Gústaf með 632, Arnar með 609, Skúli með 598 og Bjarni með 573.
Nú stendur yfir seinni riðillinn og eftir að honum líkur verða línur aðeins farnar að skýrast með framhaldið.