Í dag hófst tvímenningskeppni á EM í keilu. Það voru Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson sem voru fyrstir á brautirnar í dag.
Í dag hófst tvímenningskeppni á EM í keilu. Það voru Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson sem voru fyrstir á brautirnar í dag. Bjarni Páll átti frábæran dag, var með 227 í meðaltal fyrir síðasta leikinn en í honum gekk allt á afturfótunum og endaði hann með 213,3 í meðaltal eftir daginn. Guðlaugur spilaði ágæta keilu og var með 197,2 í mtl.
Sama voru þeir með 205,25 í meðaltal sem skilar þeim í 27. sæti þegar tvímenningskeppnin er hálfnuð.
Í seinna holli dagsins léku Gústaf Smári Björnsson og Stefán Claessen saman. Þeir léku ágætlega, byrjuðu illa en náðu sér á strik þegar leið á. Gústaf var með 204 í meðaltal í dag en Stefán var með 191,3. Saman voru þeir með 197,7 og sitja þeir í 37. sæti.
Í fyrramálið kl. 9:00 (7:00) leikur síðasti tvímenningur okkar en það eru Skúli Freyr Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson.