Einstaklingskeppni lokið á EM

Facebook
Twitter
Nú er einstaklingskeppni EM í keilu lokið.  Arnar Davið Jónsson úr KFR og Stefán Claessen úr ÍR léku síðastir íslendendinganna í dag.  Arnar Davíð lék flotta keilu, spilaði 1286 eða 214,3 í meðaltal og skilaði það honum 59 sæti.
Stefán átti í erfiðleikum með leifar í dag og náði sé því ekki á strik fyrr en í síðasta leik dagsins.  Stefán spilaði 1121 eða 186,8 í meðaltal og endaði í sæti 177.
 
Sætaröð strákana var sem hér segir en keppendur eru 218.

Arnar Davíð Jónsson KFR  59
Skúli Freyr Sigurðsson KFR 92
Guðlaugur Valgeirsson KFR 149
Gústaf Smári Björnsson 163
Stefán Claessen ÍR 177
Bjarni Páll Jakobsson ÍR 188

 
Til úrslita í einstaklingskeppninni léku Jespar Agerbo frá Danmörku og John Wells frá Englandi. Jesper sigraði John í hörku leik  259 – 201 og var vel að sigrinum kominn enda efstur eftir forkeppnina með 248,7 í meðaltal.
 
Á morgun hefst keppni í tvímenningi og stendur í tvo daga. Fyrstir spila Guðlaugur og Bjarni, kl. 9:00 (7:00 Ísl) á morgun. Kl. 13:45 ( 11:45 ísl) leika Gústaf og Stefán en á þriðjudag leika svo Skúli og Arnar Davíð kl. 9:00 ( 7:00 ísl).

Nýjustu fréttirnar