Í dag léku 4 leikmenn Íslands í einstaklingskeppni EM í Brussel. Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR lék best íslendinganna eða 1234 sem gera 205,7 í meðaltal.
Skúli er sem stendur í 44. sæti þegar tveir af fjórum riðlum hafa lokið keppni. Guðlaugur Valgeirsson KFR byrjaði daginn frábærlega en missti flugið seinni helminginn og spilaði 1168 eða 194.7 í meðaltal sem setur hann í 75. sæti.
Gústaf Smári Björnsson KFR og Bjarni Páll Jakobsson náður sé ekki á flug í dag, Gústaf spilaði 1139 eða 189,8 í meðaltal og Bjarni 1101 sem gerir 183,5 í meðaltal. Gústaf er í 85. sæti en Bjarni í 92.
Á morgun verða tveir seinni riðlarnir spilaðir en þá leika kl. 13:35 (11:45 ísl) þeir Arnar Davíð Jónsson KFR og Stefán Claessen ÍR.
Fjórir efstu leika til úrslita eftir að riðlakeppninni er lokið en efstur er Jesper Agerbo Frá Danmörku með 248.7 í meðaltal.
Nánari úrslit má sjá á síðu mótsins http://www.bowlingresults.info/emc2016/