Karlalandsliðið á EM í Berlín

Facebook
Twitter

Dagana 20. – 28. ágúst fer Evrópumeistaramót karla fram í Brussel í Belgíu. Lið Íslands á mótinu er skipað eftirtöldum leikmönnum:

  • Arnar Davíð Jónsson KFR fyrirliði
  • Bjarni Páll Jakobsson ÍR
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR
  • Stefán Claessen ÍR
Ásgrímur Helgi Einarsson er þjálfari og Guðjón Júlíusson liðsstjóri.
Keppt er í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og fimm manna liði. Þátttökuþjóðir eru 37 og keppendur 218.
15 efstu þjóðirnar tryggja sér þátttökurétt á HM í Kuwait sem fram fer í desember 2017. Kvennalandsliðið tók einmitt þátt í EM fyrr á þessu ári og náði þá að tryggja sig inn á HM, nú er komið að körlunum
Hægt verður að fylgjast með mótinu á heimasíðu mótsins, http://www.emc2016.be/ og einnig er hægt að fylgjast með liðinu á Snap Chat en þar setja strákarnir inn myndir og myndbönd undir nafninu islenskakeilan. Fréttir af strákunum munu einnig vera settar inn á Facebook síðu KLÍ.

Nýjustu fréttirnar