Um helgina fór fram þing KLÍ en að þessu sinni var það keiludeild Þórs sem hélt þingið og var það haldið í félagsheimili þeirra fyrir norðan. Þingið var ágætlega sótt og gekk framkvæmd þingsins vel fyrir sig. Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn. Hann tekur við keflinu af Þórarni Má Þorbjörnssyni úr ÍR en á þessum tímamótum, þegar Þórarinn lét af formennsku, var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar. Var það þingforseti, Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ, sem veitti Þórarni þessa viðurkenningu.
Í stjórn KLÍ voru kjörnir þeir:
- Ásgrímur Helgi Einarsson KFR formaður
- Bjarni Páll Jakobsson ÍR
- Hafþór Harðarson ÍR
Þær Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir úr KFR eiga eitt ár eftir af sínu kjörtímabili.
Fjórir voru í framboði sem varamenn og voru kjörnir í þessari röð:
- Björgvin Helgi Valdimarsson Þór
- Stefán Claessen ÍR
- Valgeir BGuðbjartsson KFR
Björn Kristinsson KR náði ekki kjöri.
Von er á fundargerð þingsins á næstunni og verður þá sagt frá því hér á vefnum.